Skilmálar

Skilmálar

Að versla á vefnum

Afhending vöru

Þegar þú verslar í vefverslun Stíls getur þú valið á milli þess að sækja pöntunina í verslun Stíls eða fá hana senda heim með Íslandspósti. Varan fer í póst næsta virka dag eftir að greiðsla hefur farið fram. Ekki er rukkað fyrir póstsendingu ef verslað er yfir kr 15.000.-  Ef varan er ekki til á lager eða uppseld mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma eða bjóða endurgreiðslu .

Skilafrestur

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga/gallaða vöru.
Ef um skipti er að ræða biðjum við þig vinsamlegast að hafa samband við okkur í gegnum still@stillfashion.is eða síma:551-4884
Skilaréttur gildir ekki um útsöluvörur þar sem þeim fæst hvorki skipt né skilað.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld 

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Greiðslumöguleikar

Við tökum á móti flestum greiðslukortum og erum með samning við netgiro og pei. Vinsamlega athugið að einnig er hægt að greiða með millifærslu inná reikning okkar: 0528-26-004706, kt: 470613-0250 og senda staðfestingu á still@stillfashion.is 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samæmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.